top of page

Verksmiðjan

IMG_0578.HEIC

Vinnsluferlið

 

Löndunarkraninn var mikið og tæknilegt apparat með tveim bómum sem hægt var að reisa upp svo skip gátu siglt óhindrað undir þær. Löndunarafköstin voru 1000 mál á sólarhring. Síldinni var landað með tveim elvatorum (skúffufæribönd) sem héngu í bómum beggja vegna á krananum. Innbyggt í löndunarbúnaðinn voru „mál“ sem rúmmældu aflann og töldu málin með sjálfvirkum hætti. Úr málunum fór síldin á færiband sem flutti hana í þrærnar  sem voru 12 í tvöfaldri röð með gangi á milli. Þær tóku samtals um 20.000 mál. (Um 2.700 tonn)

Úr þrónum var síldin tekin með dragara (færiband) sem var í botni gangsins á milli þrónna. Lemparar voru þeir kallaðir (lempa / moka) sem lempuðu síldina að dragaranum þegar minnkaði í þrónum. Seinasta árið 1951 var bræddur karfi og þá var notuð mokstursvél við lempun.

Dragarinn flutti síldina upp á aðra hæð í verksmiðjunni og þar í sjóðara. Sjóðarinn var 25 metra langur og meters víður hólkur með ás eftir miðju sem var alsettur skrúfu blöðum sem fluttu síldina með rólegum snúningi gegnum hólkinn. Með 25 sm. millibili voru tvö gufurör leidd upp í hólkinn og gegnum þau streymdi 200 stiga heit gufa sem sauð síldina sem var orðinn grautur þegar hún kom út í enda sjóðarans. Úr sjóðaranum fór grauturinn á hristisíu og þaðan í pressurnar. Þar pressaðist vökvinn frá  og var dælt upp í skilvindur sem aðskildu vatn og lýsi. Vatnið fór til sjávar en lýsinu var dælt í lýsistankinn. Svokallað hrálýsi rann úr þrónum við geymslu síldarinnar ásamt blóðvatni. Þessum vökva var dælt upp og lýsið skilið frá. Grauturinn sem eftir varð fór með sniglum í þurrkarana. Þá hituðu sérsmíðuð eldstæði sem voru  kolakynt eins og gufukatlarnir. Þurrkararnir (snúningsofnar) voru 2.5 m víðir og um 15 m langir sívalningar sem með snigillagaþiljum innan í. Gegnum þá var blásið heitu lofti úr ofnunum.

 

Þurkararnir snérust mjög hægt og fluttu grautinn sem varð gegn þurr á ferð sinni eftir þurrkaranum. Þá tók við kvörn sem malaði afurðina sem þá var orðin að mjöli. Mjölinu sem kom úr kvörninni var  blásið var gegnum rör upp úr þaki verksmiðjunnar og yfir í mæniskúr sem var ofan á mjölhúsinu. Þar var síló og vélar þar fyrir neðan sem sekkjuðu mjölið í 100 kílóa strigapoka sem saumað var fyrir. Sekkirnir voru settir voru á pokatrillur (handvagna) og ekið og dreift eftir svokölluðu mjöllofti sem var brú var eftir endilöngu risi mjölhússins. Þar voru sekkirnir  geymdir og látnir kólna í eitt eða tvö dægur. Síðan var pokunum  rennt þaðan niður eftir sliskjum til manna sem stúfuðu (stöfluðu) pokunum í gríðar miklar stæður á gólfinu.

 

Bátar sem lögðu upp síld á Eyri smarið 1944 voru Richard, Huginn I, II og III, Muninn, Grótta auk togarans Jökuls RE 55. Aðrir bátar sem lönduðu óreglulega voru ma. Ólivetta SH 300,.

 

 

Verksmiðjueksturinn

 

Fyrsta sumarið gekk brösulega með ýmsum vandamálum og bilunum. Veiðin gekk vel, síld var á nálægum miðum og unnin voru í verksmiðjunni 100.000 mál auk þess sem saltað var. Fyrir næstu vertíð var seinni hluti vinnslulínan tekinn í notkun. Við það jókst rekstraröryggið og afkastageta jókst í fimm þúsund mál á sólarhring eða um 675 tonn. Þá brá svo við að síldveiðar brugðust á svæðinu og síldaveiðisvæðin fluttust austar og austar og löndun varð minni og minni með hverju ári og vinnslan varð aðeins 847 mál sumarið 1949 og endaði í 1.100 málum eða um 150 tonn  1950. Magn sem verksmiðjan gat unnið á innan við sex klukkustundum. Síldarflotinn samanstóð af 20 – 50 tonna bátum og togurum sem voru um 200 tonn og  þessi floti hafði lítinn ganghraða. Sigling af miðunum vað  lengri og lengri og hráefnið eftir því lélegt.

 

Fjörbrotin voru svo sumarið 1951 þegar reynt var að bræða karfa sem landað var úr togörum. Það sumar leigði Kveldúlfur hf. verksmiðjuna. Bræðsla gekk illa og út úr þeirri vinnslu kom lítið. Stórfeldur taprekstur hafði verið undanfarin ár og nú stöðvuðust hjólin.

 

Tímamótamynd tók Halldór Júlíusson starfsmaður verksmiðjunnar eftir næturvakt síðsumars þegar slökkt var á mjöl þurkurunum. Myndina kallar hann „Síðasti reykurinn“.

 

Veturinn eftir var tekin ákvörðun um að loka verksmiðjunni um óákveðinn tíma. Vélum og búnaði var þó haldið við næstu ár í þeirri von að síldin kæmi aftur. Fyrirtækið Ingólfur h/f var skuldum vafið og 1958 var gripið til þess ráðs að selja aðra vinnslulínu verksmiðjunnar. Þeir hlutir fóru austur á Seiðisfjörð. Í kjölfar þess var ráðist í ýmsar úrbætur meðal annars á bryggjum og ný vatnsleiðsla var lögð. Lámarks viðhaldi var sinnt næstu ár en 1972 var tekin ákvörðun um að afskrifa verksmiðjuna og allur nothæfur búnaður seldur. Seinni vinnslulínan fór í verksmiðju á Stöðvarfirði sem Saxa hét. Allen dísilvélin sem henni fylgdi frá Eyri var í notkun þar til skamms tíma ma. sem varaafl fyrir Stöðvarfjörð líklega yfir þrjátíu ár komin hátt á sextugs aldur.

 

Lokin urðu svo þau að Útvegsbankinn seldi Eyrarbræðrum Gunnari og Ingólfi Guðjónssonum verksmiðjuhúsin ásamt landi því sem verksmiðjan átti á Eyri og ráðstafaði söluandvirðinu upp í skuld Ingólfs h/f við bankann.

 

Ýmsar úreltar vélar og búnaður varð eftir í verksmiðjunni og í Olíubragganum leyndust gömul tæki og tól til söltunnar á síld.

 

Þegar kom að uppsetningu síldarminjasafns á Siglufirði á tíunda áratug síðustu aldar uppgötgvaðist að á Eyri var ýmislegt til sem ekki fannst annarstaðar. Þar höfðu hjólin hætt að  snúast fyrir hálfri öld. Þrír vörubílsfarmar af búnaði tengdum síldarvinnslu fóru frá Eyri til Siglufjarðar þar með talin gömlu eldsmíðuðu áhöldin frá upphafi síldarvinnslu á Eyri.

 

Löndun í bræðslu hjá verksmiðju Ingólfs h/f. Bátar sem lögðu upp síld 1944 voru Richard, Huginn I, II og III, Muninn, Grótta auk togarans Jökuls RE 55, Ms Ólivetta SH 300, Ms Dóra. Auk þeirra lönduðu einhver erlend skip MK Suderoy.

 

Hér neðan við eru nokkur dæmi sem skrifuð voru með krít á veggi salthússins sem er ofaná þrónum

 

16.07.1944   Jökull  575 mál                                        17.07.1944   Jökull  745 mál

                         Huginn I  616 mál                                                              Dóra  424 mál

                         Huginn II  608 mál                                                           Richard  517 mál

                         Huginn I  785 mál (tvíhlaðið)                                       Huginn II  798 mál

                                                                                                                          Grótta  645 mál

3.08.1944    Jökull 636 mál                                          17.08.1944   Grótta 195 mál

                         Grótta 458 mál                                                                 Fugley  357 mál

                         Fame  65 mál                                                                    Huginn I  188 mál

                         Grundick 10  mál                                                              Grundick 140 mál

                         Huginn 67 mál                                                                  Fame  121 mál

                         Dóra ?? mál

                         Lautnant 318 mál

 

15.07.1945   Grótta  1038 mál

                        Huginn I  447 mál

                        Huginn II  228 mál

 

Þessar upplýsingar voru skrifaðar með krít á veggi salthússisns og enn sjáanlegar 10.6.2000 (ÁGJ)

 

Hvert fór lýsið og mjölið

 

Síldareinkasala ríkisins hafði einkarétt á sölu saltsíldar til útlanda og annaðist alla samninga þaar um. Vikulega þurfti að tilkynna framleiðslu lýsis og mjöls til Samninganefndar um utanríkisviðskipti með símskeyti. Mjöl var gefið upp í metric tonn =1000 kg. Lýsi hins vegar í long tonn sem er 1016 kg.

 

Það var ekki bara unnin síld í verksmiðjunni þar var líka slátrað. Ingólfur hf. sækir um sláturleyfi fyrir 500 fjár til Kjötverðlagsnefndar í Reykjavík 11.8.1944. (Skjöl Gunnars Guðjónssonar og Hjörtur Hafliðason)

 

Björgvin Bjarnason

 

Samningur var gerður milli Ingólfs hf. og Björgvins Bjarnasonar Ísafirði um að bátar hans Richard, Huginn I, II og III, Muninn, Grótta leggðu upp bræðslusíld hjá Verksmiðju Ingólfs hf. en söltunarhæfa síld ætlaði Björgvin að salta sjálfur. Til þess fékk fékk hann bryggjur og plön Ólafs Guðmundssonar og Thorsteinsson braggan sem mötuneyti og  íveruhús fyrir sitt fólk. (Sjá nánar bls. 00 Rekstur Björgvins Bjarnasonar á Eyri)

 

Síldarsöltun hjá Björgvin Bjarnasyni á Eyri 1946 á nýgerðri tengingiu milli Ólafsbyggjanna.

Mynd: Sigríður Aðalsteinsdóttir

bottom of page