top of page

Varnarbaráttan

Vantar texta

varnarbaráttan.png

Rækjuverksmiðjan

 

Rækjuverksmiðjan var stofnuð 1963. Hluthafar voru Guðjón Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Gunnar Guðjónsson, Ingólfur Guðjónsson og Kristinn Jónsson. Byggt var 100 fermetra hús undir starfsemina. Það skiptist í tvo frystiklefa, vinnslu og móttöku. Suðupotturinn var olíukynntur  með svokallaðri hraðkveikju.

 

Frystiklefar voru keyptir notaðir frá setuliðinu. Þarna var um handvinnslu að ræða og skaffaði þetta um tíma nokkra vinnu í sveitinni aðallega fyrir kvenfólk. Hreppstjórinn var iðinn og notaði símatíman og handpillaði rækju meðan hann afgreiddi símtöl. Ingólfur sá um veiðarnar sem mest voru stundaðar á Ófeigsfjarðarflóa.

 

Árið 1968, 26. janúar  voru Eyrarmenn á Guðrúnu ST-22, 17 tonna bát að rækjuveiðum á Ófeigsfjarðarflóa. Þá skall skyndilega á ofsa norðan veður með 10 gráðu frosti. Þeir áttuðu sig fljótt, hífuðu trollið en treystu sér ekki til að taka það inn og drógu það á eftir bátnum undan veðrinu inn fyrir Valleyri og náðu því þar inn. Í þessu veðri fórust í Ísafjarðardjúpi Heiðrún II. frá Bolungavík og tveir breskir togarar Ross Cleveland og Notts County.

 

Vinnslunni stjórnaði Gunnar, en Ólafur annaðist sölu og útréttingar í Reykjavík. Rækjan var fyrst seld til Frakklands gegnum Sambandið en seinna sá Björgvin Bjarnason á Ísafirði um sölumál. Búið var að ganga frá kaupum á rækjupillunarvél 1965? Vélin var ekki sett upp en fór til Björgvins Bjarnasonar á Ísafirði.

Hafísárin á seinni hluta sjöunda áratugsins stöðvuðu þennan rekstur og Eyrarmenn urðu að leita út fyrir hreppinn eftir atvinnu. 

 

 

Grásleppuveiði

 

Veturinn 1970-1971 hafði verið Eyrarmönnum erfiður eins og oft áður. Ætlunin var að stunda rækjuveiðar en þegar fyrir sást að fjörðurinn mundi fylltist af ís var farið með Guðrúnu inn á Hólmavík og henni lagt þar. Fóru menn nú að huga að grásleppuveiðum. Sigurður

 

Ingólfsson hafði keypt litla trillu um veturinn og réru þeir henni feðgarnir. Gunnar fékk leigða trillu hjá Magnúsi Jakobssyni Ingólfsfirði og hélt henni til grásleppuveiða. Veturinn eftir létu Gunnar og Ingólfur smíða sína trilluna hvor í Bátalóni. Þær voru 23 fet og um 2.5 tonn og  gerðar úr á grásleppuveiðar í nokkur vor og hrognin verkuð í Rækjuverksmiðjunni.

 

Botnamerki Sigurðar Ingólfssonar NV 30. Mynd Guðmundur Ingólfsson

 

Önnur verkefni Eyrarmanna var:

Stauravinnsla, selveiði, dúntekja, vegavinna, póstferðir og annað „fokk“ eins og Eyrarmenn kölluðu það.

 

Húsmaðurinn á Eyri

 

Föstudaginn 8. október 1971 komu Árneshreppsbúar að Eyri og kvöddu Guðjón á Eyri sem var að flytja burtu. Síðasta hreppstjórann á Íslandi eins og hann hefur verið kallaður. Hann var að fara alfarinn frá Eyri þar sem hann hafði lifað og starfað. Að kveðjum loknum gekk Guðjón um borð í varðskipið Ægi sem skaut af fallbyssu sinni honum til heiðurs er það lét úr höfn. Þá voru 56 ár síðan húsmaðurinn Guðjón á Eyri leiddi norska síldarflotan inn á Ingólfsfjörð síðsumars árið 1915 og stórfeldur atvinnurekstur hófst þar og víðar í hreppnum. Alla sína tíð hafði hann barist fyrir hagsmunum Árneshreppsbúa og ekki síst atvinnurekstri á Eyri og oft unnið góða sigra í þeim efnum. Við Ingólfsfjörð var það allt liðið undur lok. Hafís hafði lokað firðinum og einn veturinn enn hafði rækjuverksmiðjan ekki getað starfað þess vegna. Rækjubáturinn hafði verið seldur og fastri búsetu var lokið á Eyri.  Með Ægi fór Guðjón til Ísafjarðar og þaðan „suður“. Það dró að leiðarlokum. Hann hitti þar ættingja og vini, vistaðist síðan á Vífilstaðaspítala. Þar lést Guðjón 8. nóvember, réttum mánuði eftir kveðjustundina á Eyri.

bottom of page