Húsin á Eyri
Hér má finna umfjöllun um helstu byggingar sem hafa staðið á Eyri undanfarna öld og sögu þeirra.
Þó nokkrar byggingar standa enn á Eyri og eru nokkrar þeirra nýttar til búsetu yfir sumartímann.

Íveruhús á Eyri
Þegar Ingólfur hf. kaupir eignir Ólafs Guðmundssonar fengu flest hús á staðnum ný og breytt hlutverk og var þeim breytt og endurbætt og í samræmi við það.
Rauðiskúrinn
Hann var upphaflega stöðvarskúr Th. Thorsteinsson og stóð þar sem verksmiðju verkstæðið er. Rauði skúrinn var ekki bara stöðvarskúr hann var danshús staðarins frá 1919 til 1942. Skúrinn eignuðust Gunnar og Ingólfur og fluttu hann austur fyrir Ána og notuðu sem sjávarhús og í honum var einnig slátrað til heimila á Eyri.
Ólafsbragginn
„Bragginn“ var aðal íveruhúsið á staðnum. Á neðri hæð var stórt eldhús, matsalur og annar minni fyrir yfirmenn. Í vesturenda var íbúð. Á efri hæð voru íbúðarherbergi og íbúð í vesturenda kölluð Beinteinsíbúðin. Þar var herbergi sem hýsti talstöðvar og 100 metra langt loftnet var stengt frá öðrum reykháfnum og í staur uppi á Hjalla. Samskipti við síldveiðiskipin fóru fram að hluta á dulmáli og er dulmálslykillinn enn varðveittur í skjölum Gunnars Guðjónssonar. Ath Beinteinn
Í Bragganum bjuggu yfirmenn verksmiðjunnar og eigendur þegar þeir voru á staðnum.
Í Egilsbragga/Lagerhúsinu
Þar var búnaður og búningsaðstaða fyrir söltunarplönin. Thorsteinssonplan og Ólafsplan sem Björgvin Bjarnason á Ísafirði rak. Í því var einnig rekin verslun, þar voru sex íbúðarherbergi skrifstofur og ransóknarstofa á þeim tíma sem Ingólfur hf. starfaði. (Sjá bls ??Lagerhúsið á Eyri Ágj)
Thorsteinssonbragginn
Thorsteinssonbragginn var á verksmiðjutímanum kallaður Kvennabragginn. Í honum voru 8 herbergi með upp í átta rúmum hvert samtals 50 rúm. Þar bjuggu söltunnarstúlkurnar oft hátt í hundrað saman í sjálfsmennsku, sváfu tvær í hverju rúmi, með eina stóra kolaeldavél á efstu hæð, útikamar og seinna eitt klósett í kjallara. (Sjá bls ??. Th. braggi á Eyri Ágj)
Bretabraggarnir
Þeir voru voru fimm af Nissen gerð stærðin var 16x36 fet eða um 53 fermetrar og ætlaðir fyrir 14 menn hver. Þeim skipt í tvennt með þili. Braggarnir voru óeinangraðir en kyntir upp með kolaofnum og voru íuveruhús verkamanna sem unnu í verksmiðjunni.
Dansbragginn
Bragginn, var af annari gerð og stærri um 50 fermetrar. Hann var samkomuhús staðarins og stóð ofan við Bretabraggana.
Ólafsverksmiðjan
Allar vélar höfðu verið teknar úr henni og fluttar til Bíldudals. Eldsmiðjan var eftir og auk hennar var komið upp bakaríi á þvottahúsi en aðallega nýtt sem viðgerðaverkstæði og geymsla fyrir varahluti. Allur vinnsluferill verksmiðju Ingólfs h/f var drifinn með rafmótorum. Varamótorar voru til fyrir alla línuna.
Olíubirgaðstöðin
Skeljungur setti upp olíubirgðastöð á staðnum með tveim fimmtíu og fjögur þúsund lítra olíugeymum og settur upp bretabraggi austan Ólafsverksmiðjunnar undir olíuvörur. Þar voru söltunaráhöld einnig hýst yfir veturinn.
Önnur íveruhús á Eyri
Eyrarbærinn
Eyrarbærinn stendur reisulegur á bröttum hól. Var að sögn torfbær, tvær bustir og snéru stafnar í norður. Húsráðandi var Guðrún Jónsdóttir. Árið 1929 taka við búsforráðum sonur Guðrúnar, Guðjón Guðmundsson og kona hans Sigríður Halldórsdóttir. Þá er bærinn rifinn og á sama stað á grjóthlöðnum grunni með litlum kjallara endurbyggt síldarstöðvarhús sem enn stendur og upphaflega var reist á Valleyri 1916. Húsið er portbyggt með bíslagi á austurhlið. Smiðir voru Njáll Guðmundsson trémiður á Njálstöðum og Guðbrandur Guðbrandsson í Veiðileysu. Fjölskyldan bjó á meðan í “Thorsteinson bragganum”. Smátt og smátt voru byggðir þrír skúrar til austurs sem hýstu pósthús, geymslu og hænsnakofa. Húsið var járnvarið og seinna forskalað. Í Eyrarhúsinu hafði hreppstjórinn sinn kontor. Þar rak hann Sparisjóð Árneshrepps, pósthús, símstöð og seinna talstöðvarþjónusta til 1971.
Eiríkshús
Byggt á Grundunum 1936 úr timbri á steyptum grunni. Húsbyggjendur voru Ásthildur Jónatansdóttir og Eiríkur Eiríksson á Eyri sem bjuggu í því til 1948. Húsið var með asbest þaki, pappalagt með listum að utan. Trétex var í loftum og veggjum innandyra. Húsið var seinna forskalað. Ingólfur hf. eignaðist húsið 1948 og í það flutti Jafed Hjartarson verksmiðjustjóri. Í því var síðast búið sumarið 1975. Húsið varð ónýtt af fúa og var brennt 1990.
Séstvallastaðir
Guðjón Jónsson frá Munaðarnesi oftast kallaður Gaui byggði lítið hús skammt frá Kaupfélaginu á Norðurfirði. Þessum kofa lýsti Gaui aðspurður svo að hann væri svo lítill að hann sæist valla og fékk kofinn i framhaldi nafnið Séstvallastaðir. Guðjón vann við vélsögun og mikið í síld á Eyri. Húsið flutti hann frá Norðurfirði að Eyri. Það gerðist með þeim hætti að safnað var saman tómum olíutunnum og gerður úr þeim fleki. Kofanum var rennt á trjám út á flekan og dreginn sjóleiðina út fyrir nes og inn Ingólfsfjörð og settur niður á Eyri með leyfi ábúanda Guðjóns Guðmundssonar hreppstjóra. Þar hélt hann sínu nafni og var áfram kallaður Séstvallastaðir. Hjá honum byggði Guðjón lítil fjárhús og hlöðu úr timbri með tyrftu þaki. Þessi kofi og fjárhúsin brunnu 15. oktober 1960. Kofinn var nú endurbyggður með aðstoð góðra manna og í honum bjó Gaui í tíu ár til haustsins 1971 er allir fluttu frá Ingólfsfirði. Árið 1975 keyptu Óli og Ölver Axelssynir Séstvallastaði og fluttu út á Gjögur og notuðu sem grásleppuhrognaverkunarhús.
Gunnarshús
Það er 65 fermetrar steinsteypt með valmaþaki byggt árið 1945 af Guðjóni Magnússyni á Kjörvogi fyrir Guðbjörgu Pétursdóttur og Gunnar Guðjónsson. Gísli Guðlaugsson á Steinstúni lagði vatn og miðstöð og Þorsteinn Guðmundsson á Finnbogastöðum múrhúðaði að innan og utan. Rafvirki var Hafliði Gíslason Reykjavík. Húsið kostaði 45 þúsund krónur uppkomið. Seinna 1952 var byggður 12 fermetra skúr norðan við húsið sem. Í skúrnum var þvottahús og þar var einnig komið fyrir miðstöðvarkatli. Í kjallara þar undi var lítill frystiklefi.
Ingólfshús
Byggt 1946. Húsið er 00 fermetrar á tveim hæðum steinsteypt með valmaþaki. Guðjón Magnússon á Kjörvogi sló upp fyrir húsinu. Bæði gólf eru stypt. Allir innviðir eru úr timbri og texi. Sigmundur Guðmundsson á Melum múraði að utan. Guðmundur Guðbrandsson á Felli smíðaði eldhúsinnréttingu. Húsið var og er hitað upp frá kolakatli. (Halldór Ingólfsson)
Sögun hf.
Félagið Sögun hf. var stofnuð 1952 um rekaviðarvinnslu. Hlutafé var 25.000. Hluthafar voru Guðjón Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Gunnar Guðjónsson, Ingólfur Guðjónsson. Jón Guðmundsson var skráður fyrir 1000 krónum sem fimmti maður. Félagið keypti Drangavík til viðaröflunar og fyrir átti Guðjón Skjaldarbjarnarvík eina af betri rekajörðum sýslunnar.
Yfirbyggðu sögunarverki var komið upp á grundinni austan við Eyrará. Skjaldarvíkurhúsið var rifið og efnið notað í sögunarhúsið.
Sögunarverkið var drifið með 25 hestafla Tugsham glóðarhausvél. Við vélina var spil til að draga viðinn að. Meðal annars var sagað allir dregarar og dekk í Stóru-Bryggjuna í Stykkishólmi. Þá var mikið sagað af girðingastaurum. Þarna söguðu Eyrarmenn fram til 1960.